Gjöf sem gefur
Flokkar gjafabréfa
Hjálparstarf kirkjunnar
 
Til baka 
Persónuleg kveđja: (Athugiđ hámark 8 línur)
Sendu barn í skóla

Vernd gegn vinnuþrælkun

Líkurnar á að barn á Indlandi verði hneppt í skuldaánauð minnka verulega þegar fátækum foreldrum þess gefst tækifæri til að senda það í skóla án endurgjalds. Fyrir andvirði þessa gjafabréfs átt þú þátt í því að barn njóti skólagöngu og heimavistar. Börnin sem styrkt eru til náms eiga það öll sameiginlegt að hafa búið við örbirgð og sum þekkja af eigin raun þrælavinnu í grjótnámum, í tehúsum, við vefnað, á verkstæðum og við múrsteinagerð þar sem aðstæður eru ómannúðlegar. Í skólanum fá þau þrjár máltíðir á dag og þess er gætt að máltíðir séu vel samsettar af nauðsynlegum næringarefnum. Eftirlit er með heilsu barnanna og þau fá fatnað og skóladót á hverju ári. Menntunin býr með börnunum það sem eftir er og hefur margvísleg áhrif á möguleika þeirra og ákvarðanir sem munu hjálpa þeim til að lifa farsælla lífi en ella.


Verđ: 4.000

 
Karfan er tóm

Skrifaðu kveðjuna þína inn á gjafabréfið hér til hliðar.

Þú getur stuðst við tillögurnar fyrir neðan. 

Lestu vel yfir textann.  

Smelltu á „Sjá bréfið með texta” til þess að skoða bréfið.

Staðlaðar upplýsingar um gagnsemi gjafarinnar eru á hverju gjafabréfi.
__________________
Elsku vinur

Innilega til hamingju með fermingardaginn.
Megi trúin veita þér styrk og gleði í lífinu. Við vonum að þú verðir ánægður með þetta gjafabréf en andvirði þess fær fátækur jafnaldri þinn að njóta.

Okkar bestu óskir um bjarta framtíð.

Kæru brúðhjón

Einlægar hamingjuóskir í tilefni dagsins. Megi Guð og gæfan fylgja hjónabandi ykkar um ókomna tíð.

Kveðja, Jón og Gunna.

Elsku amma

Innilega til hamingju með afmælið. Megi næstu 50 árin verða enn betri.

Ástarkveðja, Solla.
 
Hjálparstarf kirkjunnar  |  Háaleitisbraut 66  |  103 Reykjavík  |  Sími 528 4400  |  fax 528 4401  |  Hafa samband  |  Skilmálar