Með framlagi þínu – hvort sem þú ert gefandi eða þiggjandi þessa gjafabréfs –tryggir þú barni næringarríka fæðu og tækifæri til betra lífs.
Í sveitinni í Úganda njóta börn sem hafa misst foreldra úr alnæmi stuðnings svo þau fái lifað mannsæmandi lífi. Fjölskylda sem á geitastofn nýtur virðingar í samfélaginu. Suma kiðlinga má selja á markaði, aðra má nota til að stækka bústofninn enn frekar og svo er hægt að borða kjötið og nýta skinnið. Smám saman verður lífsafkoman betri.