Skilmálar

Almennt

Hjálparstarf kirkjunnar áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verði eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Afhending gjafabréfa

Öll gjafabréf eru afgreidd næsta virka dag eftir pöntun. Þau eru send með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu gjafabréfanna. Hjálparstarf kirkjunnar ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á þeim í flutningi. Ef bréf skemmist á leiðinni er þó hægt að prenta út nýtt.

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Skilafrestur og endurgreiðsla af hendi Hjálparstarfsins er samningsatriði hverju sinni.

Persónuvernd og trúnaður

Vinnsla þeirra upplýsinga sem þú lætur okkur í té er í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Við munum ekki afhenda þær þriðja aðila. Með kaupunum gefur þú okkur leyfi til að hafa frekara samband við þig, til að staðfesta eða breyta pöntun eða kynna betur starf Hjálparstarfs kirkjunnar. Hér getur þú lesið persónuverndaryfirlýsingu okkar í heild.

Hafir þú af einhverjum ástæðum athugasemdir við skilmálana eða óskar eftir frekari upplýsingum er þér velkom­ið að hafa samband við okkur í gegnum tölvupóst til gjofsemgefur@gjofsemgefur.is eða síma 5284400.