Með framlagi þínu – hvort sem þú ert gefandi eða þiggjandi þessa gjafabréfs – styður þú stúlku í Eþíópíu til náms og stuðlar að auknu jafnrétti.
Á verkefnasvæðum Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu er brottfall stúlkna úr skóla mikið sökum fátæktar. Við vinnum með foreldrum þeirra, kennurum, þorpsleiðtogum og síðast en ekki síst stúlkunum sjálfum að því markmiði að gera þeim kleift að halda áfram námi. Þegar stúlkurnar eiga stílabók og skriffæri eru meiri líkur á að þær haldi áfram í skóla. Með menntun aukast möguleikar þeirra til farsæls lífs.