Gjöf sem gefur
Flokkar gjafabréfa
Hjálparstarf kirkjunnar
 
Til baka 
Persónuleg kveđja: (Athugiđ hámark 8 línur)
Brunnur

Brunnur er sannkallaður heilsubrunnur og dugar í áratugi.

Staðlaður texti á þessu gjafabréfi


Brunnur
Brunnur er sannkallaður heilsubrunnur og dugar í áratugi.

Í þorpi í Eþíópíu tekur lífið stakkaskiptum með nýjum brunni. Hreint vatn fyrir allt að 600 manns forðar fólki frá sjúkdómum, léttir vinnuálagi af konum og gefur þeim tíma til að sinna matvælarækt og uppeldi og stúlkur fá tíma til að fara í skóla. Í upphafi eru allir þorpsbúar virkjaðir með lýðræðislegum hætti til að meta þörfina á aðstoð. Við styrkjum konur sérstaklega til þátttöku. Þegar niðurstaða liggur fyrir er gerður skriflegur samningur um vinnu fólksins á móti ráðgjöf og efniskostnaði okkar. Þjálfuð er nefnd sem annast viðhald brunnsins. Hún fræðir líka þorpsbúa um smithættu og nauðsyn á hreinlæti. Þekkingin og reynslan af vinnuferlinu búa með fólkinu og hvetja til framkvæmda og framfara. Fyrir andvirði þessa gjafabréfs mun vatnið streyma í áratugi.


Verđ: 180.000

 
Karfan er tóm

Skrifaðu kveðjuna þína inn á gjafabréfið hér til hliðar.

Þú getur stuðst við tillögurnar fyrir neðan. 

Lestu vel yfir textann.  

Smelltu á „Sjá bréfið með texta” til þess að skoða bréfið.

Staðlaðar upplýsingar um gagnsemi gjafarinnar eru á hverju gjafabréfi.
__________________
Elsku vinur

Innilega til hamingju með fermingardaginn.
Megi trúin veita þér styrk og gleði í lífinu. Við vonum að þú verðir ánægður með þetta gjafabréf en andvirði þess fær fátækur jafnaldri þinn að njóta.

Okkar bestu óskir um bjarta framtíð.

Kæru brúðhjón

Einlægar hamingjuóskir í tilefni dagsins. Megi Guð og gæfan fylgja hjónabandi ykkar um ókomna tíð.

Kveðja, Jón og Gunna.

Elsku amma

Innilega til hamingju með afmælið. Megi næstu 50 árin verða enn betri.

Ástarkveðja, Solla.
 
Hjálparstarf kirkjunnar  |  Háaleitisbraut 66  |  103 Reykjavík  |  Sími 528 4400  |  fax 528 4401  |  Hafa samband  |  Skilmálar