Gjöf sem gefur
Flokkar gjafabréfa
Hjálparstarf kirkjunnar
 
Til baka 
Persónuleg kveđja: (Athugiđ hámark 8 línur)
Reiđhjól

Reiðhjól sparar tíma, léttir burð og gefur aukatekjur fyrir lipran sendil.

Staðlaður texti á þessu gjafabréfi

Reiðhjól
Fátt er eins gagnlegt í sveitum Afríku og reiðhjól. Vegalengdir eru svo miklar og samgöngur oft engar. Býlin eru strjál og langt á markað. Á hjóli er hægt að koma uppskerunni í verð og kaupa það sem vantar. Í bænum er hægt að fá aukavinnu og komast heim að kvöldi. Eldri systkini geta reitt þau yngri í skólann þegar langt er að fara. Vatnsbrúsana má binda á bögglaberann og hlífa litlum herðum við þungri byrði. Fyrir andvirði þessa gjafabréfs súrrar einhver alsæll um sveitir með nýja möguleika í harðri lífsbaráttu.


Verđ: 10.000

 
Karfan er tóm

Skrifaðu kveðjuna þína inn á gjafabréfið hér til hliðar.

Þú getur stuðst við tillögurnar fyrir neðan. 

Lestu vel yfir textann.  

Smelltu á „Sjá bréfið með texta” til þess að skoða bréfið.

Staðlaðar upplýsingar um gagnsemi gjafarinnar eru á hverju gjafabréfi.
__________________
Elsku vinur

Innilega til hamingju með fermingardaginn.
Megi trúin veita þér styrk og gleði í lífinu. Við vonum að þú verðir ánægður með þetta gjafabréf en andvirði þess fær fátækur jafnaldri þinn að njóta.

Okkar bestu óskir um bjarta framtíð.

Kæru brúðhjón

Einlægar hamingjuóskir í tilefni dagsins. Megi Guð og gæfan fylgja hjónabandi ykkar um ókomna tíð.

Kveðja, Jón og Gunna.

Elsku amma

Innilega til hamingju með afmælið. Megi næstu 50 árin verða enn betri.

Ástarkveðja, Solla.
 
Hjálparstarf kirkjunnar  |  Háaleitisbraut 66  |  103 Reykjavík  |  Sími 528 4400  |  fax 528 4401  |  Hafa samband  |  Skilmálar