Taupokar með tilgang

Taupokar með tilgang er saumaverkefni fyrir konur sem eru nýkomnar til landsins og eru utan vinnumarkaðar. Konurnar sníða og sauma fjölnota innkaupapoka og fleira úr efni og/eða notuðum fatnaði sem almenningur hefur gefið og nota til þess saumavélar sem almenningur hefur gefið sömuleiðis. Konurnar fá félagsskap og læra að sauma, efni er endurunnið og umhverfið græðir.

Félagsráðgjafar Hjálparstarfs kirkjunnar taka á móti fólki sem leitar eftir efnislegum stuðningi hjá stofnuninni, ræða við það og benda á úrræði í samfélaginu sem kunna að gagnast því við að komast út úr erfiðum aðstæðum.

Aðstæður fólks sem upplifir vítahring fátæktar og félagslegrar einangrunar eru oft þannig að heillavænlegast er að takast á við þær á heildrænan hátt. Með það að markmiði að stuðla að aukinni virkni og vellíðan þátttakenda skipuleggja félagsráðgjafar Hjálparstarfs kirkjunnar reglulega sjálfstyrkingarnámskeið og hópastarf í samráði við fólkið sem til okkar leitar.

Gjöf sem gefur betra líf

Jólagjöf

Styður ungmenni á Íslandi til náms.

2.500 kr

Hjálpar börnum sem búa við fátækt að rækta hæfileika sína og blómstra.

2.800 kr

Tryggir fjölskyldu sem býr við sára fátækt betri næringu og tækifæri til betra lífs.

4.000 kr

Tómstundasjóður

Tryggir fjölskyldu vatn og tækifæri til betra lífs.

6.000 kr