Með framlagi þínu – hvort sem þú ert gefandi eða þiggjandi þessa gjafabréfs – aðstoðar þú fjölskyldu á Íslandi um matvöru.
Á Íslandi starfar Hjálparstarf kirkjunnar með fjölskyldum sem búa við kröpp kjör. Fjölskyldurnar fá meðal annars inneignarkort í matvöruverslunum en mikil valdefling felst í því að fólk velji sjálft þær nauðsynjar sem það þarf í stað þess að bíða í röð eftir matarpoka sem aðrir hafa fyllt.