Gjöf sem gefur
Flokkar gjafabréfa
Hjálparstarf kirkjunnar
 
Skilmálar

Almennt
Hjálparstarf kirkjunnar áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verði eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Afhending gjafabréfa
Öll gjafabréf eru afgreidd næsta virka dag eftir pöntun. Þau eru send með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu gjafabréfanna. Hjálparstarf kirkjunnar ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á þeim í flutningi. Ef bréf skemmist á leiðinni er þó hægt að prenta út nýtt.

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Skilafrestur og endurgreiðsla af hendi Hjálparstarfsins er samningsatriði hverju sinni.

Persónuverndarstefna og trúnaður
Vinnsla þeirra upplýsinga sem þú lætur okkur í té er í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Við munum ekki afhenda þær þriðja aðila. Með kaupunum gefur þú okkur leyfi til að hafa frekara samband við þig, til að staðfesta eða breyta pöntun eða kynna betur starf Hjálparstarfs kirkjunnar.

Hafir þú af einhverjum ástæðum athugasemdir við skilmálana eða óskar eftir frekari upplýsingum er þér velkom­ið að hafa samband við okkur í gegnum tölvupóst til help@help.is eða síma 5284400.

 
Karfan er tóm

SVONA VIRKA GJAFABRÉFIN

1. Þú skoðar gjafirnar hér og velur þá sem þér líkar best.

2. Þú flettir áfram og skrifar kveðjuna þína inn á gjafabréfið.

3. Þú fyllir út greiðsluupplýsingar og velur afgreiðslumáta.

4. Þú prentar út bréfið, sækir það til okkar eða við sendum það þangað sem þú vilt.

5. Skiptu kaupunum niður ef þú kaupir mörg bréf, ef svo færi að nettengingin þín skyldi slitna. Þá tapast pöntunin.


 
Hjálparstarf kirkjunnar  |  Háaleitisbraut 66  |  103 Reykjavík  |  Sími 528 4400  |  fax 528 4401  |  Hafa samband  |  Skilmálar