Valdefling kvenna er forsenda farsældar

Amína (fyrir miðju á myndinni) býr í Kebri Beyah í Sómalífylki í Eþíópíu þar sem Hjálparstarf kirkjunnar vinnur með sárafátækum bændum að bættum hag þeirra. Dæmigerðum degi ver Amína í að sækja vatn, elda mat og gera við hústjald fjölskyldunnar. Á meðan býr maðurinn hennar til viðarkol úr dauðum trjábolum sem hann finnur á víðavangi og hugar að húsdýrum fjölskyldunnar. Hjónin eiga fjögur börn en hafa auk þess tekið að sér suður-súdönsk systkin á unglingsaldri sem leituðu skjóls hjá þeim.

Konur á svæðinu hafa ekki haft völd til að taka ákvarðanir um landnotkun, búfé eða fjármál heimilisins og fá mjög takmarkað tækifæri til að taka þátt í sveitarstjórn. Þetta valdaleysi kvenna í fylkinu hefur haft neikvæð áhrif á heilsu og lífsafkomu kvennanna og fjölskyldna þeirra.

Eitt meginmarkmiða verkefnis Hjálparstarfsins á svæðinu er að stuðla að auknu valdi og áhrifum kvenna, samfélaginu öllu til farsældar. Konunum er boðið að taka þátt í sparnaðar- og lánahópum með það að markmiði að þær geti hafið eigin atvinnurekstur. Amína tekur þátt í slíkum hópi með 15 öðrum konum. Í kjölfar fræðslu og láns kom Amína sér upp verslun með eldhúsáhöld sem hún selur nágrönnum sínum. Ágóðann notar hún til að kaupa nauðþurftir fyrir börnin sín.

Gjöf sem gefur betra líf

Jólagjöf

Styður ungmenni á Íslandi til náms.

2.500 kr

Hjálpar börnum sem búa við fátækt að rækta hæfileika sína og blómstra.

2.800 kr

Tryggir fjölskyldu sem býr við sára fátækt betri næringu og tækifæri til betra lífs.

4.000 kr

Tómstundasjóður

Tryggir fjölskyldu vatn og tækifæri til betra lífs.

6.000 kr