Ashraf – Leggðu nafnið á minnið!

Saga Ashraf er saga sigurvegara. Hann býr hjá ömmu sinni ásamt yngri systur í fátækrahverfi í Kampala. Ashraf gat ekki haldið áfram í framhaldsskóla sökum efnaleysis en í smiðju UYDEL og Hjálparstarfs kirkjunnar fékk hann tækifæri til að elta draum sinn um að verða dag einn frægur fatahönnuður. Ashraf útskrifaðist með hæstu einkunn úr smiðjunni snemma vors 2019 og í útskriftargjöf fékk hann saumavél sem hann notar við vinnu sína heima við.

Í maí 2019, þegar Ashraf var 19 ára, var hann líka orðinn vinsæll kennari UYDEL í fatahönnun og saumaskaup. Ekki nóg með það heldur stjórnar hann einnig trumbuslætti undir hefðbundnum dansi og sinnir jafningjafræðslu um lífsleikni og kynheilbrigði.

Heima hjá sér klæðskerasaumar Ashraf fyrir fólk en segist vilja byrja smátt og rukka ekki of háu verði fyrir vinnu sína heldur byggja upp kúnnahóp og verða þekktur fyrir gæði og gott verð. Fötin sem hann klæðist á myndinni hannaði hann og saumaði sjálfur. Ashraf er leiðtogi í eigin lífi og mikil fyrirmynd annarra unglinga í hverfinu sem hann býr í. Hver veit nema flíkur hans verði á forsíðu Vogue einn daginn!

Í smiðjum UYDEL og Hjálparstarfs kirkjunnar í Kampala starfa félagsráðgjafar með unglingum sem hafa ekki getað haldið áfram í skóla sökum fátæktar og búa við ömurlegar aðstæður. Markmiðið er að hjálpa börnum og ungmennum á aldrinum 13–24 ára með því að bjóða þeim upp á ársnám í iðngrein sem þau geta svo notað til að sjá fyrir sér. Líka að unglingarnir taki þátt í uppbyggilegum tómstundum og námskeiðum sem styrkja sjálfsmyndina.

Gjöf sem gefur betra líf

Jólagjöf

Styður ungmenni á Íslandi til náms.

2.500 kr

Hjálpar börnum sem búa við fátækt að rækta hæfileika sína og blómstra.

2.800 kr

Tryggir fjölskyldu sem býr við sára fátækt betri næringu og tækifæri til betra lífs.

4.000 kr

Tómstundasjóður

Tryggir fjölskyldu vatn og tækifæri til betra lífs.

6.000 kr