Með framlagi þínu – hvort sem þú ert gefandi eða þiggjandi þessa gjafabréfs – dregur þú úr vinnuálagi á konur og börn.
Á þurrkasvæðum í Sómalífylki verja konur og börn stórum hluta dagsins í leit að eldiviði. Sífellt þarf að fara lengra þar sem landeyðing er mikil. Þegar eldiviðurinn brennur við matreiðslu fyllir reykurinn loftið og veldur öndunarfærasjúkdómum. Sparhlóðir sem fá eldiviðinn til að loga lengur í afmörkuðu rými minnka reykmengun og spara tíma.