Með framlagi þínu – hvort sem þú ert gefandi eða þiggjandi þessa gjafabréfs – tryggir þú fjölskyldu sem býr við sára fátækt ekki aðeins betri næringu heldur líka tækifæri til betra lífs.
Hjálparstarf kirkjunnar aðstoðar fjölskyldur sem búa á miklum þurrkasvæðum í Eþíópíu svo þær geti séð sér farborða á sjálfbæran hátt. Hver fjölskylda fær meðal annars þrjár hænur og einn hana til að hefja hænsnarækt. Eggin gefa börnunum góða næringu og svo má selja egg á markaði og kaupa aðrar nauðsynjavörur fyrir andvirði þeirra. Smám saman verður lífsafkoman betri.