Með framlagi þínu – hvort sem þú ert gefandi eða þiggjandi þessa gjafabréfs – tryggir þú barni ekki aðeins betri heilsu heldur líka tækifæri til betra lífs.
Í sveitinni í Úganda njóta börn sem hafa misst foreldra úr alnæmi stuðnings svo þau fái lifað mannsæmandi lífi. Þau fá þak yfir höfuðið og við hlið svefnskálans er reistur sérstæður eldaskáli svo reykurinn fylli ekki loftið og valdi öndunarfærasjúkdómum. Þegar heilsa barnanna verður betri geta þau yngri stundað nám og þau eldri vinnu. Smám saman verður lífsafkoman betri.