Með framlagi þínu – hvort sem þú ert gefandi eða þiggjandi þessa gjafabréfs – tryggir þú betri heilsu bústofnsins.
Í Eþíópíu starfar Hjálparstarf kirkjunnar með fjölskyldum sem búa við mjög slæm skilyrði á þurrkasvæðum að því að tryggja fæðuöryggi þeirra. Dýraliðar eru þjálfaðir í að bólusetja dráttardýrin og meðhöndla dýrasjúkdóma. Þar með eykst framleiðslan og fæðuöryggið um leið. Smám saman verður lífsafkoman betri.