Gjöf sem heldur
áfram að gefa
Gjafabréf Hjálparstarfs kirkjunnar sem fást hér í vefverslun okkar eru gjafir sem halda áfram að gefa. Þegar þú kaupir gjafabréf til að gefa vini eða ættingja gefur þú ekki aðeins fallegt bréf með góðri kveðju heldur er gjafabréfið til vitnis um að þú hafir stutt verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar sem gjöf handa viðkomandi.
Gjafabréfin eru táknræn gjöf og til marks um stuðning við starfið. Þau endurspegla mismunandi verkþætti og segja frá þeim stuðningi sem veittur er. Andvirði sölu gjafabréfanna rennur til neyðaraðstoðar við fólk sem býr við félagslega neyð hér heima á Íslandi og til verkefna á sviði mannúðaraðstoðar og þróunarsamvinnu erlendis.
Markmið Hjálparstarfs kirkjunnar er að vinna með fólki sem býr við fátækt þannig að það komist á þann stað að geta hjálpað sér sjálft. Okkar hugmyndum og lausnum er ekki þröngvað upp á fólk.