Hjálparstarf kirkjunnar
Um okkur
Skrifstofa Hjálparstarfs kirkjunnar er á neðri hæð Grensáskirkju, Háaleitisbraut 66, 103 Reykjavík. Skrifstofan er opin virka daga klukkan 9 – 15. Símsvörun í síma 528 4400 er klukkan 10 – 15. Almennt netfang er help@help.is.
Hlutverk
Hjálparstarf kirkjunnar starfrækir mannúðar- og hjálparstarf í nafni þjóðkirkjunnar. Sem kirkjutengd stofnun nýtur Hjálparstarfið þeirrar sérstöðu að byggja á grasrótarstarfi í nærsamfélaginu en meginmarkmiðin eru bætt lífsgæði þeirra sem búa við fátækt og að mannréttindi séu virt. Í starfinu felst þróunarsamvinna og mannúðaraðstoð á alþjóðavettvangi, neyðaraðstoð, félagsleg ráðgjöf og valdeflandi verkefni innanlands, talsmannshlutverk, fræðsla og fjáröflun.
Skipulag
Hjálparstarf kirkjunnar er sjálfseignarstofnun skráð í þjóðskrá og fyrirtækjaskrá hjá Ríkisskattstjóra með rekstrarform félagasamtaka. Starfsár stofnunarinnar er frá 1. júlí – 30. júní ár hvert. Yfirstjórn er í höndum fulltrúaráðs en í það skipar biskup Íslands fimm fulltrúa, lærða og leikna, og prófastsdæmi í landinu einn fulltrúa hvert. Auk þess er hverri kirkjusókn heimilt að tilnefna fulltrúa í ráðið. Fulltrúaráð kýs framkvæmdastjórn Hjálparstarfsins og setur henni og endurskoðendum starfsreglur. Framkvæmdastjórn ræður framkvæmdastjóra sem annast daglegan rekstur stofnunarinnar.
Yfirstjórn Hjálparstarfs kirkjunnar er í höndum fulltrúaráðs en í það skipar kirkjuráð þjóðkirkjunnar fimm fulltrúa og prófastsdæmi í landinu einn fulltrúa hvert. Auk þess er hverri kirkjusókn heimilt að tilnefna fulltrúa í ráðið. Fulltrúaráð kýs framkvæmdastjórn og setur henni og endurskoðendum starfsreglur.
Framkvæmdastjórn starfar í sjálfboðinni vinnu og ræður framkvæmdastjóra sem annast daglegan rekstur stofnunarinnar. Þrír félagsráðgjafar starfa að verkefnum innanlands, starfskonur í Skjólinu – opnu húsi fyrir konur eru fjórar en auk þeirra starfa þrír fulltrúar að fræðslu, fjáröflun, starfi sjálfboðaliða og rekstri skrifstofu.
Á alþjóðavettvangi starfar Hjálparstarf kirkjunnar með Hjálparstarfi Lútherska heimssambandsins, LWF DWS, og systurstofnunum í Alþjóðlegu hjálparstarfi kirkna, ACT Alliance. Bæði samtökin samhæfa mannúðaraðstoð og þróunarsamvinnu með hjálparstofnunum Sameinuðu þjóðanna og starfa eftir ströngustu stöðlum um faglegt hjálparstarf.
Skrifstofa Hjálparstarfs kirkjunnar er staðsett að Háaleitisbraut 66, neðri hæð Grensáskirkju, 103 Reykjavík. Kennitala stofnunarinnar er 450670-0499. Skrifstofan er opin á virkum dögum klukkan 9 – 15 en símsvörun í síma 528-4400 er klukkan 10–15.
Netfang gjafabréfasíðunnar er gjofsemgefur@gjofsemgefur.is