Vatn

Loading

Með framlagi þínu – hvort sem þú ert gefandi eða þiggjandi þessa gjafabréfs – tryggir þú fjölskyldu sem býr við sára fátækt ekki bara vatn heldur líka tækifæri til betra lífs.

Vatnsskortur, landrof og eyðimerkurmyndun einkenna landsvæðið sem fjölskyldan býr á í Eþíópíu. Með brunni eða vatnsþró fyrir regnvatn er aðgengi að heilnæmu vatni aukið  svo um munar og þá verður heilsan betri. Þegar fjölskyldan getur brynnt dýrunum og veitt vatni á ræktarland eykur hún fæðuöryggi sitt og smám saman verður lífsafkoman betri.  

Aðstoð við fjölskyldur sem búa á þurrksvæðum í Eþíópíu.

Það er kostnaðarsamt að byggja upp brunn eða vatnsþró fyrir rigningarvatn. Þegar langt er niður á grunnvatnið þarf að bora eftir því með dýrum tækjabúnaði. Kostnaðurinn við það getur jafnvel numið nokkum tugum milljóna króna.

Í Sómalífylki í Eþíópíu er stærsta verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í þróunarsamvinnu. Landrof og eyðimerkurmyndun einkenna svæðið og er það rakið til öfga í veðri sem verða æ meiri. Meðal meginmarkmiða verkefnisins er að bæta aðgengi að drykkjarhæfu vatni og hreinlætisaðstöðu og að fólkið geti aukið fæðuöryggi sitt með umhverfisvernd og bættum aðferðum í landbúnaði. Brunnar eru grafnir og þar sem það er ekki mögulegt eru grafnar vatnsþrær fyrir regnvatn. Bændurnir grafa sjálfir skurði fyrir regnvatn á ræktarlandi sínu. Þeir hlaða steinum og girða vírnet í djúpa skurði sem beljandi regnið hefur myndað þegar loks hefur rignt á  glerharðan jarðveginn eftir langa þurrkatíð. Bændurnir sjá þannig til þess að regnvatnið hafi farveg í stað þess að flæða yfir og eyðileggja ræktar- og beitiland enn frekar. Þeir vinna vinnuna en Hjálparstarfið greiðir fyrir þjálfun, áhöld og efni sem til þarf.

Verðin á gjafabréfunum hér á síðunni eru táknræn en andvirði þeirra rennur til verkefnisins í heild, þar með talið til þess að tryggja aðgengi að drykkjarhæfu vatni.

Svona virka gjafabréfin

Þú velur gjafabréf og skrifar kveðju til viðtakanda þess

svona-b

Við sendum gjafabréfið til þín rafrænt eða prentum það fyrir þig

svona-c

Saman tryggjum við fólki tækifæri til betra lífs

Sögur úr starfinu

Previous
Next