Sögurnar af vettvangi eru ekki allar gleðisögur. Árið 2018 ákvað samfélagið í sveitinni í Rakai-héraði í Úganda að Jane, 42 ára gömul ekkja og fjögurra barna móðir, væri sú sem helst þyrfti þar á aðstoð að halda. Húskofi hennar og barnanna var að miklu leyti hruninn og hún mjög lasburða vegna alnæmis. Enga átti fjölskyldan innanstokksmuni og enginn til að sjá henni farborða nema 15 ára unglingspilturinn. Hjálparstarf kirkjunnar og RACOBAO, samstarfsaðili á vettvangi, réðu því verktaka sem reisti fjölskyldunni múrsteinshús, 4000 lítra vatnstank fyrir rigningarvatn, kamar og eldaskála á örlitlum landskika hennar. 

Jane var orðin mjög lasburða um það leyti sem húsið var að verða tilbúið um vor 2019 og starfsfólk RACOBAO hjálpaði henni á næsta sjúkrahús þar sem hún fékk lyfjameðferð. Jane fékk að snúa aftur heim og hún var vongóð um að ná heilsu. Viku áður en framkvæmdastjóri og fræðslufulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar fóru í vettvangsferð í maí 2019, meðal annars til að hitta Jane, lést hún heima í kofaskriflinu á örþunnri tágamottu. Alnæmið hafði betur.

Börn Jane stóðu ein eftir. Elsta dóttirin, 18 ára, var búin að eignast barn og varð að sinna skyldum sínum á nýju heimili. Eftir stóð 15 ára unglingsstrákur sem þurfti að sjá fyrir 10 og 12 ára gömlum systrum sínum.

Starfsfólk RACOBAO vann hörðum höndum að því að börnin fengju þá vernd sem þau þurftu. Börnin fengu geitur, áhöld og útsæði til að hefja jarðrækt og strákurinn fékk tækifræi til að hefja geitarækt og sjá þannig fyrir systrum sínum. 

Hjálparstarf kirkjunnar og grasrótarsamtökin RACOBAO hafa aðstoðað HIV-smitaða, alnæmissjúka og munaðarlaus börn í héruðunum Rakai og Lyantonde í Úganda frá árinu 2007. Árið 2019 fengu átta fjölskyldur á svæðinu samskonar aðstoð og börn Jane en samfélagið allt nýtur góðs af.

Svona virka gjafabréfin

Þú velur gjafabréf og skrifar kveðju til viðtakanda þess.

svona-b

Þú prentar út eða við sendum

svona-c

Saman tryggið þið fólki tækifæri til betra lífs

Sögur úr starfinu