Hjálparstarf kirkjunnar og grasrótarsamtökin RACOBAO hafa aðstoðað HIVsmitaða, alnæmissjúka og munaðarlaus börn í héruðunum Rakai og Lyantonde í Úganda frá árinu 2007. Skjólstæðingar verkefnisins eru fyrst og fremst börn sem misst hafa foreldra sína af völdum alnæmis og búa ein en líka HIVsmitaðir einstæðir foreldrar og ömmur sem hafa börn á framfæri og búa við örbirgð.

Árið 2018 sagði fólkið í þorpsráðinu í Rakaihéraði að Jane, 42 ára gömul ekkja og fjögurra barna móðir, væri sú sem helst þyrfti þar á aðstoð að halda. Húsakofi hennar og barnanna var þá að hruni kominn og hún mjög lasburða vegna alnæmis. Enga átti fjölskyldan innanstokksmuni og enginn til að sjá henni farborða nema þá helst 15 ára unglingspilturinn. Hjálparstarf kirkjunnar og RACOBAO réðu því verktaka sem reisti fjölskyldunni múrsteinshús, 4000 lítra vatnstank, kamar og eldaskála á landskika hennar.

Jane var orðin mjög lasburða um það leyti sem húsið var að verða tilbúið og um vor 2019 hjálpaði starfsfólk RACOBAO henni á næsta sjúkrahús þar sem hún fékk lyfjameðferð. Jane fékk að snúa aftur heim og hún var vongóð um að ná heilsu. Viku seinna lést hún hins vegar heima í kofaskriflinu á örþunnri tágarmottu. Alnæmið hafði betur og börn Jane stóðu ein eftir, 18, 15, 12 og 10 ára gömul.

Hjálparstarf kirkjunnar og RACOBAO sá börnunum fyrir geitum, verkfærum og útsæði til grænmetisræktunar til þess að tryggja börnunum fæðu og til þess að þau hefðu möguleika á að afla sér tekna þannig að yngri systurnar tvær gætu haldið áfram í skóla. Nú tveimur árum seinna eru börnin komin á betri stað í lífinu og þau eldri geta séð þeim yngri farborða.

Svona virka gjafabréfin

Þú velur gjafabréf og skrifar kveðju til viðtakanda þess.

svona-b

Þú prentar út eða við sendum

svona-c

Saman tryggið þið fólki tækifæri til betra lífs

Sögur úr starfinu