Taupoki með tilgang

Loading

Með framlagi þínu – hvort sem þú ert gefandi eða þiggjandi þessa gjafabréfs – tekur þú þátt í valdeflingu og umhverfisvernd.

Á Íslandi starfar Hjálparstarf kirkjunnar með konum úr hópi innflytjenda og flóttafólks sem eiga á hættu að einangrast félagslega. Í saumaverkefninu „Taupokar með tilgang“ fá þær tækifæri til að hitta aðrar konur, læra að sauma með því að búa til fjölnota innkaupapoka og borða saman hádegismat. Til pokagerðarinnar nota konurnar efni sem Hjálparstarfið hefur fengið að gjöf og hefur þegar verið notað. Með saumaskap sínum stuðla konurnar þannig að endurnýtingu efnis og umhverfisvernd um leið og þær njóta samverunnar. Verkefnið er unnið í samstarfi við Hjálpræðisherinn á Íslandi. 

Svona virka gjafabréfin

Þú velur gjafabréf og skrifar kveðju til viðtakanda þess

svona-b

Við sendum gjafabréfið til þín rafrænt eða prentum það fyrir þig

svona-c

Saman tryggjum við fólki tækifæri til betra lífs

Sögur úr starfinu