Sparhlóðir

Loading

Með framlagi þínu – hvort sem þú ert gefandi eða þiggjandi þessa gjafabréfs – dregur þú úr vinnuálagi á konur og börn.

Á þurrkasvæðum í Sómalífylki verja konur og börn stórum hluta dagsins í leit að eldiviði. Sífellt þarf að fara lengra þar sem landeyðing er mikil. Þegar eldiviðurinn brennur við matreiðslu fyllir reykurinn loftið og veldur öndunarfærasjúkdómum. Sparhlóðir sem fá eldiviðinn til að loga lengur í afmörkuðu rými minnka reykmengun og spara tíma.

Valdefling kvenna er forsenda farsældar

Á þurrkasvæðum í Sómalífylki í Eþíópíu vinnur Hjálparstarf kirkjunnar með sárafátækum bændum að bættum hag þeirra. Konur á svæðinu hafa ekki völd til að taka ákvarðanir um landnotkun, búfé eða fjármál heimilisins og fá mjög takmarkað tækifæri til að taka þátt í sveitarstjórn. Þetta valdaleysi kvenna í fylkinu hefur haft neikvæð áhrif á heilsu og lífsafkomu kvennanna og fjölskyldna þeirra.

Konur og börn verja stórum hluta dagsins í leit að eldiviði sem er notaður við matreiðslu. Það er tímafrekt og þreytandi verk og getur jafnvel verið hættulegt. Öndunarfærasjúkdómar eru auk þess algengir þar sem reykurinn fyllir loftið í óvarðri steinhleðslu undir pottinum. Sparhlóðir fá eldiviðinn til að loga lengur í afmörkuðu rými og við það dregur bæði úr reykmengum og vinnuálagi á konur og börn. Í stað þess að sækja eldivið geta börnin einbeitt sér að náminu og konurnar geta sinnt öðrum störfum sem þær fá jafnvel greitt fyrir.

Verðin á gjafabréfunum hér á síðunni eru táknræn en andvirði þeirra rennur til verkefnisins í heild, þar með talið til sparhlóða sem spara tíma við eldamennsku og minnka reykmengun.

Svona virka gjafabréfin

Þú velur gjafabréf og skrifar kveðju til viðtakanda þess

svona-b

Við sendum gjafabréfið til þín rafrænt eða prentum það fyrir þig

svona-c

Saman tryggjum við fólki tækifæri til betra lífs

Sögur úr starfinu

Previous
Next