„Sonur minn starfar sem viðskipta-
fræðingur í dag“

„Ég er svo þakklát fyrir aðstoðina sem ég fékk frá Hjálparstarfi kirkjunnar þegar aðstæður sem við mæðginin bjuggum við voru slæmar. Við fengum efnislegan stuðning og sonur minn gat haldið áfram í námi. Í dag starfar hann sem viðskiptafræðingur og við getum gefið til baka.“

Svona hljóma skilaboð sem félagsráðgjafi Hjálparstarfs kirkjunnar fékk frá konu sem hafði leitað stuðnings hjá stofnuninni en þau sýna að starfið skiptir máli, ekki bara fyrir strákinn sem gat haldið áfram að læra óháð efnahag heldur fyrir samfélagið allt.   

Það er hlutverk hjálparstarfs kirkjunnar að veita efnislega aðstoð í neyðartilfellum. Aðstoðin felst í inneignarkortum fyrir matvöru, aðstoð við börn og unglinga sem eru útsett fyrir félagslegri einangrun sökum efnaleysis, aðstoð vegna kaupa á lyfjum og hjálpartækjum og því að fólk getur sótt sér notaðan fatnað til stofnunarinnar án endurgjalds. 

Á starfsárinu 2019–2020 leituðu 2.430 fjölskyldur, samtals um 6.560 manns efnislegrar aðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar. Sérstök áhersla er lögð á að hlúa að börnum sem búa við fátækt svo þau geti tekið þátt í samfélaginu óháð efnahag. Börn og unglingar undir átján ára aldri fá styrki til íþróttaiðkunar, tónlistarnáms og tómstundastarfs. Fyrir milligöngu Hjálparstarfsins geta börn og unglingar einnig sótt sumarbúðir og sjálfstyrkingarnámskeið. Framtíðarsjóður er svo sérstakur sjóður Hjálparstarfsins sem notaður er til að styrkja sjálfráða ungmenni sem búa við fátækt til náms sem gefur þeim réttindi til starfs eða veitir þeim aðgang að lánshæfu námi. Sjóðurinn hefur verið til frá árinu 2006 en markmiðið með styrkveitingu úr honum er að rjúfa vítahring stuttrar skólagöngu, lágra launa og fátæktar.

Svona virka gjafabréfin

Þú velur gjafabréf og skrifar kveðju til viðtakanda þess.

svona-b

Þú prentar út eða við sendum

svona-c

Saman tryggið þið fólki tækifæri til betra lífs

Sögur úr starfinu