Sögur úr starfinu

Taupokar með tilgang

Taupokar með tilgang er saumaverkefni fyrir konur sem eru nýkomnar til landsins og eru utan vinnumarkaðar. Konurnar sníða og sauma fjölnota innkaupapoka og fleira úr efni og/eða notuðum fatnaði sem almenningur hefur gefið og nota til þess saumavélar sem almenningur hefur gefið sömuleiðis. Konurnar fá félagsskap og læra að sauma, efni er endurunnið og umhverfið græðir. Félagsráðgjafar Hjálparstarfs kirkjunnar taka

Lesa Meira »

Mannúð í verki

Frá árinu 2014 hefur Hjálparstarf kirkjunnar sent 108 milljónir króna til mannúðaraðstoðar við fólk á vergangi innan Sýrlands sem og við stríðshrjáða Sýrlendinga sem hafast við í flóttamannabúðum í nágrannaríkjum, þar á meðal í Jórdaníu þar sem þessi litla stúlka er með fjölskyldu sinni. Hjálparstarf Lútherska heimssambandsins aðstoðar fólkið sem býr við sára fátækt og á í erfiðleikum með að

Lesa Meira »

„Sonur minn starfar sem viðskipta-
fræðingur í dag“

„Ég er svo þakklát fyrir aðstoðina sem ég fékk frá Hjálparstarfi kirkjunnar þegar aðstæður sem við mæðginin bjuggum við voru slæmar. Við fengum efnislegan stuðning og sonur minn gat haldið áfram í námi. Í dag starfar hann sem viðskiptafræðingur og við getum gefið til baka.“ Svona hljóma skilaboð sem félagsráðgjafi Hjálparstarfs kirkjunnar fékk frá konu sem hafði leitað stuðnings hjá

Lesa Meira »

Valdefling kvenna er forsenda farsældar

Amína (fyrir miðju á myndinni) býr í Kebri Beyah í Sómalífylki í Eþíópíu þar sem Hjálparstarf kirkjunnar vinnur með sárafátækum bændum að bættum hag þeirra. Dæmigerðum degi ver Amína í að sækja vatn, elda mat og gera við hústjald fjölskyldunnar. Á meðan býr maðurinn hennar til viðarkol úr dauðum trjábolum sem hann finnur á víðavangi og hugar að húsdýrum fjölskyldunnar.

Lesa Meira »

Akel bóndi liðsinnir Hjálparstarfi kirkjunnar við að ná árangri

Akel er bóndi í Kebri Hanten í Sómalífylki í Eþíópíu en þar er stærsta verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í þróunarsamvinnu. Akel fékk þurrkþolin fræ til ræktunar og ræktar nú papriku, tómata, pipar, lauk, gulrætur og fleira á landskika sínum. Akel og fjölskylda hans eiga sína eigin vatnsþró og úr henni veitir hann vatni á akurinn. Akel leggur sitt af mörkum í

Lesa Meira »

„Að tala um sumarfríið – alveg eins og hinir“

Í sumarbyrjun 2020 þegar landsmenn fóru að nýta sér Ferðagjöf stjórnvalda í stórum stíl ákvað Hjálparstarf kirkjunnar að brydda upp á þeirri nýjung að bjóða fjölskyldum sem búa við kröpp kjör að fara í sumarleyfi innanlands að eigin vali með stuðningi Hjálparstarfsins. All tók 21 fjölskylda þátt í verkefninu sem gaf góða raun.  Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi er umsjónarmaður innanlandsstarfs Hjálparstarfs

Lesa Meira »

Ashraf – Leggðu nafnið á minnið!

Saga Ashraf er saga sigurvegara. Hann býr hjá ömmu sinni ásamt yngri systur í fátækrahverfi í Kampala. Ashraf gat ekki haldið áfram í framhaldsskóla sökum efnaleysis en í smiðju UYDEL og Hjálparstarfs kirkjunnar fékk hann tækifæri til að elta draum sinn um að verða dag einn frægur fatahönnuður. Ashraf útskrifaðist með hæstu einkunn úr smiðjunni snemma vors 2019 og í útskriftargjöf

Lesa Meira »

Ein eftir

Hjálparstarf kirkjunnar og grasrótarsamtökin RACOBAO hafa aðstoðað HIVsmitaða, alnæmissjúka og munaðarlaus börn í héruðunum Rakai og Lyantonde í Úganda frá árinu 2007. Skjólstæðingar verkefnisins eru fyrst og fremst börn sem misst hafa foreldra sína af völdum alnæmis og búa ein en líka HIVsmitaðir einstæðir foreldrar og ömmur sem hafa börn á framfæri og búa við örbirgð. Árið 2018 sagði fólkið

Lesa Meira »