Örlán

Loading

Með framlagi þínu – hvort sem þú ert gefandi eða þiggjandi þessa gjafabréfs – eykur þú atvinnutækifæri kvenna í Eþíópíu.

Að veita örlán er góð leið til að bæta hag kvenna sem búa við örbirgð á miklu þurrkasvæði í Sómalífylki í Eþíópíu. Lánsupphæðin er á bilinu 25–100 evrur en lánið nýta konurnar til þess að koma sér upp testofu, smávöruverslun eða jafnvel lítilli saumastofu. Þegar konan hefur greitt lánið til baka er upphæðin lánuð aftur. Þannig heldur gjöfin áfram að opna möguleka til betra lífs.

Valdefling kvenna er forsenda farsældar

Á þurrkasvæðum í Sómalífylki Eþíópíu vinnur Hjálparstarf kirkjunnar með sárafátækum bændum að bættum hag þeirra. Konur á svæðinu hafa ekki völd til að taka ákvarðanir um landnotkun, búfé eða fjármál heimilisins og fá mjög takmarkað tækifæri til að taka þátt í sveitarstjórn. Þetta valdaleysi kvenna í fylkinu hefur haft neikvæð áhrif á heilsu og lífsafkomu kvennanna og fjölskyldna þeirra.

Eitt meginmarkmiða Hjálparstarfs kirkjunnar er að stuðla að auknu valdi og áhrifum kvenna samfélaginu öllu til farsældar. Konunum er boðið að taka þátt í sparnaðar- og lánahópum með það að markmiði að þær geti hafið eigin atvinnurekstur. Í kjölfar fræðslu og láns geta konurnar komið sér upp testofu, smávöruverslun að jafnvel lítilli saumastofu. Ágóðann af rekstrinum nota konurnar meðal annars til að kaupa nauðþurftir fyrir börnin sín.

Verðin á gjafabréfunum hér á síðunni eru táknræn en andvirði þeirra rennur til verkefnisins í heild, þar með talið til þess að veita konum örlán.

Svona virka gjafabréfin

Þú velur gjafabréf og skrifar kveðju til viðtakanda þess

svona-b

Við sendum gjafabréfið til þín rafrænt eða prentum það fyrir þig

svona-c

Saman tryggjum við fólki tækifæri til betra lífs

Sögur úr starfinu

Previous
Next