Námsgögn

Loading

Með framlagi þínu – hvort sem þú ert gefandi eða þiggjandi þessa gjafabréfs –  styður þú stúlku í Eþíópíu til náms og stuðlar að auknu jafnrétti.

Á verkefnasvæðum Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu er brottfall stúlkna úr skóla mikið sökum fátæktar. Við vinnum með foreldrum þeirra, kennurum, þorpsleiðtogum og síðast en ekki síst stúlkunum sjálfum að því markmiði að gera þeim kleift að halda áfram námi. Þegar stúlkurnar eiga stílabók og skriffæri eru meiri líkur á að þær haldi áfram í skóla. Með menntun aukast möguleikar þeirra til farsæls lífs.  

Valdefling kvenna er forsenda farsældar

Á þurrkasvæðum í Sómalífylki í Eþíópíu vinnur Hjálparstarf kirkjunnar með sárafátækum bændum að bættum hag þeirra.Konur á svæðinu hafa ekki völd til að taka ákvarðanir um landnotkun, búfé eða fjármál heimilisins og fá mjög takmörkuð tækifæri til að taka þátt í sveitarstjórn. Þetta valdaleysi kvenna í fylkinu hefur neikvæð áhrif á heilsu og lífsafkomu kvennanna og fjölskyldna þeirra.

Eitt meginmarkmiða verkefnis Hjálparstarfsins á svæðinu er að stuðla að auknu valdi og áhrifum kvenna samfélaginu öllu til farsældar. Haldin eru námskeið um skaðsemi limlestingar á kynfærum kvenna og þeirrar hefðar að gefa stúlkur barnungar í hjónaband. Á námskeiðunum er fjallað um mögulegar ástæður fyrir brottfalli stúlkna úr skóla og síðast en ekki síst fá stúlkurnar námsgögn og hvatningu til að halda áfram námi.   

Verðin á gjafabréfunum hér á síðunni eru táknræn en andvirði þeirra rennur til verkefnisins í heild, þar með talið til þess að útvega stúlkum námsgögn.

Svona virka gjafabréfin

Þú velur gjafabréf og skrifar kveðju til viðtakanda þess

svona-b

Við sendum gjafabréfið til þín rafrænt eða prentum það fyrir þig

svona-c

Saman tryggjum við fólki tækifæri til betra lífs

Sögur úr starfinu

Previous
Next