Matjurtagarður

Loading

Geitin kostar 19 þúsund krónur. Safnast þegar saman kemur og með framlagi þínu – hvort sem þú ert gefandi eða þiggjandi þessa gjafabréfs – tryggir þú börnunum ekki aðeins næringarríka fæðu heldur líka tækifæri til betra lífs.

Í sveitahéruðum í Úganda aðstoðar Hjálparstarf kirkjunnar börn og annað fólk sem býr við sára fátækt vegna HIV og alnæmis. Börnin hafa mörg hver misst foreldra sína og búa ein. Önnur búa með veikburða HIVsmituðum foreldrum eða aldraðri ömmu sem er illa fær um að sjá börnunum farborða. Áhersla er lögð á að bæta lífsskilyrði fólksins sem býr í hriplekum hreysum við nístandi skort.

Reist eru íbúðarhús sem eru útbúin grunnhúsbúnaði og eldaskála með hlóðum sem spara eldsneyti. Reistir eru kamrar við hlið húsanna, fólkið fær fræðslu um samband hreinlætis og smithættu og hvernig bæta má hreinlætisaðstöðu.

Aðgangur að hreinu vatni er aukinn með því að koma upp 4000 lítra vatnssöfnunartönkum við hlið íbúðarhúsanna.

Fjölskyldurnar og nágrannar þeirra nota vatnið úr tönkunum yfir þurrkatímann í stað þess að fara marga kílómetra eftir drykkjarvatni í næsta vatnsból auk þess sem vatnið úr vatnsbólunum er oftast saurmengað. Þegar börnin þurfa ekki að fara eftir vatni um langan veg hafa þau tíma til að sækja skólann. Hættan á kynferðislegri misnotkun minnkar einnig þegar stúlkur þurfa ekki að fara fjarri heimilinu eftir vatni í morgunsárið.

Fólkið fær geitur, verkfæri, fræ og útsæði til grænmetisræktunar, allt í þeim tilgangi að auka fæðuval og möguleika fjölskyldnanna á að afla sér tekna. Með fjölbreyttari fæðu verður heilsufar fjölskyldnanna betra og með tekjum aukast líkur á að börnin geti sótt skóla og fengið menntun. Með aukinni menntun minnka líkur á að stúlkur verði gefnar barnungar í hjónaband og eignist börn sjálfar. Með þínum stuðningi er vítahringur fátæktar rofinn.

Svona virka gjafabréfin

Þú velur gjafabréf og skrifar kveðju til viðtakanda þess

svona-b

Við sendum gjafabréfið til þín rafrænt eða prentum það fyrir þig

svona-c

Saman tryggjum við fólki tækifæri til betra lífs

Sögur úr starfinu