Leiðbeiningar

Svona kaupir þú gjafabréf

1. Þú skoðar gjafabréfin hér á síðunni og smellir á „Kaupa“ við það gjafabréf sem þér líkar best.

2. Þú getur líka lesið nánar um hjálparstarfið sem gjafabréfið endurspeglar með því að smella á „Nánar“ um gjafabréfið áður en þú kaupir það.

3. Þú velur:

a) að fá gjafabréfið sent til þín í tölvupósti og þú getur þá prentað það út eða áframsent það með tölvupósti til þess sem þú vilt gleðja með kaupunum.

b) að við prentum gjafabréfið út og sendum það með bréfpósti, annað hvort til þín eða til þess sem þú vilt gefa gjafabréfið. Við sendum það af stað í síðasta lagi næsta virka dag eftir kaupin.

4. Þú fyllir út upplýsingar um þig sem kaupanda svo við getum sent þér tölvupóst með gjafabréfið í viðhengi og til að hafa samband við þig ef þörf krefur. Ef þú vilt að við prentum gjafabréfið út og sendum það með bréfpósti fyllir þú út upplýsingar um viðtakanda gjafabréfsins.

5. Þú skrifar kveðjuna þína inn í reitinn við hlið gjafabréfsins og sérð um leið hvernig textinn lítur út á gjafabréfinu. Letrið minnkar eftir því sem textinn er lengri.

6. Þegar þú ert ánægð/ur, stafsetningin í lagi og allt klárt, smellir þú á „Setja í körfu“ og sérð þá hvaða gjafabréf er í innkaupakörfunni þinni.

7. Þú smellir á „Áfram í greiðsluferli“ og fyllir út í reiti greiðsluupplýsingar.

8. Þegar því er lokið lest þú og hakar þú við að þú samþykkir skilmála og smellir á „Panta“. Þá færðu staðfestingu frá okkur með tölvupósti og gjafabréfið í viðhengi.

Kærar þakkir fyrir stuðning þinn við starfið.