Húsaskjól

Loading

Með framlagi þínu – hvort sem þú ert gefandi eða þiggjandi þessa gjafabréfs – tryggir þú barni þak yfir höfuðið og tækifæri til betra lífs.

Í sveitinni í Úganda njóta börn sem hafa misst foreldra úr alnæmi stuðnings svo þau fái lifað mannsæmandi lífi. Nýtt múrsteinshús veitir ekki bara skjól, það gefur stolt, bjartsýni og von um að nú verði allt auðveldara og betra. Húsið er múrhúðað og skordýr verpa ekki í holum í veggjum eins og í moldarkofanum. Af bárujárnsþakinu má safna vatni sem dugar langt inn í þurrkatímann í stað þess að það streymi inn í gisinn kofann. Smám saman verður lífsafkoman betri.   

 

Svona virka gjafabréfin

Þú velur gjafabréf og skrifar kveðju til viðtakanda þess

svona-b

Við sendum gjafabréfið til þín rafrænt eða prentum það fyrir þig

svona-c

Saman tryggjum við fólki tækifæri til betra lífs

Sögur úr starfinu