Hjálpargögn

Loading

Með framlagi þínu – hvort sem þú ert gefandi eða þiggjandi þessa gjafabréfs – aðstoðar þú fólk í neyð vegna náttúruhamfara og stríðsátaka.

Þegar mannslíf eru í hættu vegna náttúruhamfara eða stríðsátaka er brýnt að aðstoð berist svo fljótt sem verða má. Tryggja þarf öruggt húsaskjól, vatn og hreinlætisaðstöðu, fæðuöryggi jafnt sem sálrænan og félagslegan stuðning. Börnin þurfa að komast aftur í skólann og allir að hafa aðgengi að heilsugæslu. Aðstoð er veitt svo fólk geti séð sér farborða og hjálpað sér sjálft á nýjan leik. Með þínum stuðningi fær fólkið tækifæri til að lifa með reisn. 

Mannúðaraðstoð

Hjálparstarf kirkjunnar veitir mannúðaraðstoð í samvinnu við Hjálparstarf Lútherska heimssambandsins, LWF / DWS og systurstofnanir í Alþjóðlegu hjálparstarfi kirkna, ACT Alliance. Bæði samtökin samhæfa mannúðaraðstoð með hjálparstofnunum Sameinuðu þjóðanna og starfa eftir ströngustu stöðlum um faglegt hjálparstarf.

ACT Alliance er samstarfsnet yfir 130 kirkjutengdra hjálparstofnana sem starfa í yfir 120 ríkjum og Hjálparstarf Lútherska heimssambandsins, LWF / DWS, starfar í umboði 148 kirkjustofnana að mannúðarverkefnum í 25 þjóðríkjum víðs vegar um heiminn. Á starfsárinu 2019–2020 sendi Hjálparstarf kirkjunnar fjárframlög til mannúðaraðstoðar í Malaví, Jórdaníu, Sýrlandi og í Írak.

Svona virka gjafabréfin

Þú velur gjafabréf og skrifar kveðju til viðtakanda þess

svona-b

Við sendum gjafabréfið til þín rafrænt eða prentum það fyrir þig

svona-c

Saman tryggjum við fólki tækifæri til betra lífs

Sögur úr starfinu

Previous
Next