Hænur

Loading

Með framlagi þínu – hvort sem þú ert gefandi eða þiggjandi þessa gjafabréfs – tryggir þú fjölskyldu sem býr við sára fátækt ekki aðeins betri næringu heldur líka tækifæri til betra lífs.

Hjálparstarf kirkjunnar aðstoðar fjölskyldur sem búa á miklum þurrkasvæðum í Eþíópíu svo þær geti séð sér farborða á sjálfbæran hátt. Hver fjölskylda fær meðal annars þrjár hænur og einn hana til að hefja hænsnarækt. Eggin gefa börnunum góða næringu og svo má selja egg á markaði og kaupa aðrar nauðsynjavörur fyrir andvirði þeirra. Smám saman verður lífsafkoman betri.

Aðstoð við fjölskyldur sem búa á þurrkásvæðum í Eþíópíu.

Stærsta verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í þróunarsamvinnu er með sárafátæku fólki sem býr á miklum þurrkasvæðum í Sómalífylki í austanverðri Eþíópíu en vatnsskortur veldur sárri fátækt meðal sjálfsþurftarbænda þar. Þegar lítið sem ekkert rignir á hefðbundnum regntíma verður uppskeran rýr og fátæktin sífellt sárari. Þegar loksins rignir er jarðvegurinn orðinn grjótharður og regnvatnið nær ekki að næra hann en rífur með krafti sínum ræktarland í sundur.   

Hjálparstarf kirkjunnar starfar með fjölskyldum sem búa við mjög slæm skilyrði í héraðinu að því að tryggja fæðuöryggi þeirra. Meginmarkmið verkefnisins eru að bæta aðgengi að drykkjarhæfu vatni, að fólkið geti aukið fæðuöryggi sitt með umhverfisvernd og bættum aðferðum í landbúnaði og að styrkja stöðu kvenna, samfélaginu öllu til farsældar.   

Bændurnir fá verkfæri og þurrkþolin fræ til ræktunar ásamt fræðslu um skilvirkar aðferðir í rækun. Dýraliðar fá þjálfun í að meðhöndla dýrasjúkdóma og bólusetja búfé með bóluefni sem Hjálparstarf kirkjunnar útvegar. Í framhaldi af fræðslu skipuleggur fólkið landgræðsluhópa sem planta trjágræðlingum og reisa stíflur og veggi í árfarvegum til að hefta jarðrof. Síðast en ekki síst fá fjölskyldurnar tækifæri til að fara af stað með hænsnarækt en með henni má auka fæðuval fjölskyldunnar og afla tekna með því að selja egg á markaði.

Verðin á gjafabréfunum hér á síðunni eru táknræn en andvirði þeirra rennur til verkefnisins í heild, þar með talið til þess að tryggja fæðuöryggi fólksins sem við vinnum með.

Svona virka gjafabréfin

Þú velur gjafabréf og skrifar kveðju til viðtakanda þess

svona-b

Við sendum gjafabréfið til þín rafrænt eða prentum það fyrir þig

svona-c

Saman tryggjum við fólki tækifæri til betra lífs

Sögur úr starfinu

Previous
Next