Akel er bóndi í Kebri Hanten í Sómalífylki í Eþíópíu en þar er stærsta verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í þróunarsamvinnu. Akel fékk þurrkþolin fræ til ræktunar og ræktar nú papriku, tómata, pipar, lauk, gulrætur og fleira á landskika sínum. Akel og fjölskylda hans eiga sína eigin vatnsþró og úr henni veitir hann vatni á akurinn. Akel leggur sitt af mörkum í verkefni Hjálparstarfsins með því að kenna öðrum bændum sem búa við sára fátækt skilvirkar ræktunaraðferðir á þessu mikla þurrkasvæði.
Landrof og eyðimerkurmyndun einkenna svæðið og er það rakið til öfga í veðri sem verða æ meiri. Bændurnir sem taka þátt í verkefni Hjálparstarfsins hefta landrof með því að hlaða steinum og setja vírnet í djúpa skurði sem beljandi regnið hefur myndað þegar loks hefur rignt á glerharðan jarðveginn eftir langa þurrkatíð. Bændurnir grafa hins vegar grunna skurði fyrir regnvatn á ræktarlandi sínu og sjá þannig til þess að regnvatnið hafi farveg í stað þess að flæða yfir og eyðileggja ræktar- og beitiland enn frekar. Þeir vinna vinnuna en Hjálparstarfið greiðir fyrir þjálfun, áhöld og efni sem til þarf.
Meðal meginmarkmiða verkefnisins er að bæta aðgengi að drykkjarhæfu vatni og hreinlætisaðstöðu og að fólkið geti aukið fæðuöryggi sitt með umhverfisvernd og bættum aðferðum í landbúnaði. Brunnar hafa verið grafnir og þar sem það hefur ekki verið mögulegt hafa verið grafnar vatnsþrær fyrir regnvatn. Þá hafa dýraliðar verið þjálfaðir til að meðhöndla dýrasjúkdóma og bólusetja búfé. Hjálparstarf kirkjunnar hefur starfað með Lútherska heimssambandinu í Sómalífylki í Eþíópíu frá árinu 2007.
Taupokar með tilgang er saumaverkefni fyrir konur sem eru nýkomnar til landsins og eru utan vinnumarkaðar. Konurnar sníða og sauma fjölnota innkaupapoka og fleira úr efni og/eða notuðum fatnaði sem ...
Frá árinu 2014 hefur Hjálparstarf kirkjunnar sent 108 milljónir króna til mannúðaraðstoðar við fólk á vergangi innan Sýrlands sem og við stríðshrjáða Sýrlendinga sem hafast við í flóttamannabúðum í nágrannaríkjum, ...
„Ég er svo þakklát fyrir aðstoðina sem ég fékk frá Hjálparstarfi kirkjunnar þegar aðstæður sem við mæðginin bjuggum við voru slæmar. Við fengum efnislegan stuðning og sonur minn gat haldið ...
Amína (fyrir miðju á myndinni) býr í Kebri Beyah í Sómalífylki í Eþíópíu þar sem Hjálparstarf kirkjunnar vinnur með sárafátækum bændum að bættum hag þeirra. Dæmigerðum degi ver Amína í ...
Akel er bóndi í Kebri Hanten í Sómalífylki í Eþíópíu en þar er stærsta verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í þróunarsamvinnu. Akel fékk þurrkþolin fræ til ræktunar og ræktar nú papriku, tómata, ...
Í sumarbyrjun 2020 þegar landsmenn fóru að nýta sér Ferðagjöf stjórnvalda í stórum stíl ákvað Hjálparstarf kirkjunnar að brydda upp á þeirri nýjung að bjóða fjölskyldum sem búa við kröpp ...
Saga Ashraf er saga sigurvegara. Hann býr hjá ömmu sinni ásamt yngri systur í fátækrahverfi í Kampala. Ashraf gat ekki haldið áfram í framhaldsskóla sökum efnaleysis en í smiðju UYDEL ...
Hjálparstarf kirkjunnar og grasrótarsamtökin RACOBAO hafa aðstoðað HIVsmitaða, alnæmissjúka og munaðarlaus börn í héruðunum Rakai og Lyantonde í Úganda frá árinu 2007. Skjólstæðingar verkefnisins eru fyrst og fremst börn sem ...
Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun þína meðan þú vafrar um hann. Til að tryggja grunnvirkni vefsins eru nokkrar vefkökur taldar nauðsynlegar. Einnig eru notaðar vefkökur frá þriðja aðila til greininga á notkun notenda vefsins. Með þínu samþykki verða þessar vefkökur vistaðar í vafranum þínum. Þú getur afþakkað vefkökurnar en það getur haft áhrif á notendaupplifun þína.
Viðbótar vefkökur á vefnum safna gögnum sem hjálpa okkur við greiningar á notendum vefsins og til markaðssetningar. Skylt er að afla samþykkis notenda fyrir vistun þeirra, en þér gefst kostur á að afþakka þær.