Akel bóndi liðsinnir Hjálparstarfi kirkjunnar við að ná árangri

Akel er bóndi í Kebri Hanten í Sómalífylki í Eþíópíu en þar er stærsta verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í þróunarsamvinnu. Akel fékk þurrkþolin fræ til ræktunar og ræktar nú papriku, tómata, pipar, lauk, gulrætur og fleira á landskika sínum. Akel og fjölskylda hans eiga sína eigin vatnsþró og úr henni veitir hann vatni á akurinn. Akel leggur sitt af mörkum í verkefni Hjálparstarfsins með því að kenna öðrum bændum sem búa við sára fátækt skilvirkar ræktunaraðferðir á þessu mikla þurrkasvæði.

Landrof og eyðimerkurmyndun einkenna svæðið og er það rakið til öfga í veðri sem verða æ meiri. Bændurnir sem taka þátt í verkefni Hjálparstarfsins hefta landrof með því að hlaða steinum og setja vírnet í djúpa skurði sem beljandi regnið hefur myndað þegar loks hefur rignt á glerharðan jarðveginn eftir langa þurrkatíð. Bændurnir grafa hins vegar grunna skurði fyrir regnvatn á ræktarlandi sínu og sjá þannig til þess að regnvatnið hafi farveg í stað þess að flæða yfir og eyðileggja ræktar- og beitiland enn frekar. Þeir vinna vinnuna en Hjálparstarfið greiðir fyrir þjálfun, áhöld og efni sem til þarf.

Meðal meginmarkmiða verkefnisins er að bæta aðgengi að drykkjarhæfu vatni og hreinlætisaðstöðu og að fólkið geti aukið fæðuöryggi sitt með umhverfisvernd og bættum aðferðum í landbúnaði. Brunnar hafa verið grafnir og þar sem það hefur ekki verið mögulegt hafa verið grafnar vatnsþrær fyrir regnvatn. Þá hafa dýraliðar verið þjálfaðir til að meðhöndla dýrasjúkdóma og bólusetja búfé. Hjálparstarf kirkjunnar hefur starfað með Lútherska heimssambandinu í Sómalífylki í Eþíópíu frá árinu 2007.

Svona virka gjafabréfin

Þú velur gjafabréf og skrifar kveðju til viðtakanda þess.

svona-b

Þú prentar út eða við sendum

svona-c

Saman tryggið þið fólki tækifæri til betra lífs

Sögur úr starfinu