„Að tala um sumarfríið – alveg eins og hinir“

Í sumarbyrjun 2020 þegar landsmenn fóru að nýta sér Ferðagjöf stjórnvalda í stórum stíl ákvað Hjálparstarf kirkjunnar að brydda upp á þeirri nýjung að bjóða fjölskyldum sem búa við kröpp kjör að fara í sumarleyfi innanlands að eigin vali með stuðningi Hjálparstarfsins. All tók 21 fjölskylda þátt í verkefninu sem gaf góða raun. 

Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi er umsjónarmaður innanlandsstarfs Hjálparstarfs kirkjunnar. Hún segir mikla valdeflingu felast í verkefninu. „Það er alveg frábært fyrir börnin að upplifa jákvæða orku með mömmu og pabba og kynnast sjálfum sér og fjölskyldunni betur í nýjum aðstæðum. Það er valdeflandi að upplifa að fjölskyldan getur gert ýmislegt saman,“ segir Vilborg þegar hún útskýrir hvers vegna verkefnið væri mikilvægt. „Það er líka mjög valdeflandi fyrir börnin að geta tekið þátt í umræðum með skólasystkinum um ævintýri sumarsins en þegar fólk býr við fátækt er því einmitt hættara við félagslegri útilokun.“

Vilborg segir að fjölskyldurnar hefðu  lýst mikilli ánægju með sumarfríið. Þær hefðu farið vítt um landið, í hvalaskoðun, á hestbak og gert ýmislegt annað sem þær gætu ekki leyft sér öllu jafna. „Svo felst líka mikil reisn í því að geta valið sjálfur,“ útskýrir Vilborg og bætir við að það hefði glatt hana sem félagsráðgjafa að sjá fólk vinna með styrkleika sína og eflast í foreldrahlutverkinu í ferðalagi um landið.

Svona virka gjafabréfin

Þú velur gjafabréf og skrifar kveðju til viðtakanda þess.

svona-b

Þú prentar út eða við sendum

svona-c

Saman tryggið þið fólki tækifæri til betra lífs

Sögur úr starfinu